Langt í að Tékkar taki upp evru

Forsætisráðherra Tékklands Petr Necas
Forsætisráðherra Tékklands Petr Necas Reuters

Forsætisráðherra Tékklands, Petr Necas, sagði í dag að ríkisstjórn hans myndi ekki fastsetja dagsetningu á upptöku evru á yfirstandandi kjörtímabili. Því lýkur árið 2014. Sagði Necas í sjónvarpsviðtali í dag ekkert liggja á í þeim efnum og ítrekaði að það væri Tékka að ákveða hvenær þeir myndu sækja um evru. 

„Enginn getur þvingað okkur til þess að taka upp evru," sagði Necas í viðtalinu og bætti við að það væri pólitískt og efnahagslegt glapræði að gera slíkt núna. 

Tékkland gekk í Evrópusambandið í maí 2004 en meirihluti Tékka, 55% samkvæmt nýlegum skoðanakönnunum, er andvígur því að taka upp evru í stað núgildandi gjaldmiðils.

Uppfylla ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir upptöku evru

Necas hefur verið forsætisráðherra frá því um miðjan júlí og er það yfirlýst stefna ríkisstjórnarinnar að draga verulega úr útgjöldum hins opinbera og er mikill niðurskurður boðaður í fjárlögum næsta árs. Er þetta gert vegna mikilla skulda ríkissjóðs.

Uppfyllir landið í dag ekki þau skilyrði sem sett eru fyrir upptöku evru, samkvæmt Maastricht samkomulaginu frá 1992.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK