Tchenguiz stendur í 2,3 milljarða evra fasteignaviðskiptum

Robert Tchenguiz.
Robert Tchenguiz. ANDRE CAMARA

Robert Tchenguiz , sem var einn stærsti skuldarinn í Kaupþing og sat um hríð í stjórn Exista, er aftur farinn að láta á sér kræla á fasteignamarkaði. Samkvæmt breska blaðinu Financial Times þá leiðir hann hóp fjárfesta sem munu taka yfir fasteignirnar sem hýsa höfuðstöðvar spænska Santander bankans í Madríd.

Samkvæmt Financial Times er um að ræða fasteignaviðskipti fyrir 2,3 milljarða evra. Tchenguiz er í samstarfi við Aabar, sem er fjárfestingasjóður á vegum furstadæmisins Abú Dabí, og munu fjárfestarnir yfirtaka skuldir núverandi eiganda höfuðstöðvanna.

Tveir breskir fjárfestar keyptu byggingarnar af Santander árið 2008 en bankinn leigði þær svo til 40 ára. Um var að ræða ein stærstu fasteignaviðskipti í sögu Evrópu. Samkvæmt Financial Times mun Tchenguiz og Aabar hafa gert tilboð í skuldirnar að baki upphaflegu kaupanna en það var Royal Bank of Scotland fjármagnaði kaupin á sínum tíma.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK