Fangelsi skattgreiðenda

Bretar og Hollendingar munu  halda íslenskum skattgreiðendum föngnum þar til skuldir tilkomnar vegna Icesave-netreikninga Landsbankans hafa verið greiddar  að fullu. Þetta kemur fram á ft.com, vefsíðu breska viðskiptablaðsins Financial Times.


„Enginn vafi er á því að innistæðutryggingasjóður Íslands er ábyrgur fyrir að greiða út Icesave-innistæður til breskra og hollenskra sparifjáreigenda. En sjóðurinn var illa undir það búinn að takast á við fall eins stærsta banka landsins. Í þessu tilliti var sjóðurinn á engan hátt frábrugðinn innistæðutryggingasjóðum annarra landa. Deilan snýst um hvort íslenska ríkinu beri að borga reikninginn sem innistæðutryggingasjóðurinn ræður ekki við - Westminster og Haag krefjast þess að útgreiðslur þeirra á innistæðum sem voru í hættu við fall Landsbankans verði greiddar til baka með ábyrgð íslenska ríkisins,“ segir á vef Financial Times.

Þar segir jafnframt að niðurstaða Icesave-málsins sé dapurleg, því hún  styðji við hugmyndir um ótakmarkaða ríkisábyrgð á rekstri banka: „Í þessu  tilfelli er ekki hægt að færa lagaleg rök fyrir slíkri ábyrgð og alls ekki á forsendum sanngirni, því breska eða hollenska ríkið myndi aldrei ábyrgjast innlán í eigu erendra aðila sem jafngiltu nærri þriðjungi þjóðarframleiðslu, myndi einn af stærri bönkum þar í landi falla,“ segir leiðarahöfundur Financial Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK