Heimilar samstarf vegna úrvinnslu skuldamála

Frá undirritun samkomulags vegna skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Frá undirritun samkomulags vegna skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samstarf vegna samkomulags um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en samkomulagið var undirritað í gær. Að mati Samkeppniseftirlitsins liggur fyrir að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja hefur miðað hægt.

Samningsaðilar eru fjármálafyrirtæki og hagsmunasamtök atvinnulífsins, auk fjármálaráðuneytis og efnahags- og viðskiptaráðuneytis.

Samstarf keppinauta á markaði er bannað samkvæmt 10. gr. samkeppnislaga. Samkvæmt 15. gr. sömu laga getur Samkeppniseftirlitið veitt undanþágur frá því banni og bundið slíkt samstarf skilyrðum.

Í umræðuskjali sem gefið var út í desember í fyrra er sérstaklega bent á að hagfræðileg rök og reynsla annarra þjóða sýni að nauðsynlegt sé að bregðast hratt við skuldavanda rekstrarhæfra fyrirtækja. Það sé því neytendum og atvinnulífinu til hagsbóta að bankar afskrifi eða minnki skuldir rekstrarhæfra fyrirtækja.

Meðal annars á þessum grunni telur Samkeppniseftirlitið rétt að veita fjármálafyrirtækjum og hagsmunasamtökum fyrirtækja undanþágu til samstarfs vegna samkomulagsins.

Á hinn bóginn lítur Samkeppniseftirlitið svo á að samstarf af þeim toga sem samkomulagið kveður á um geti, einkum til lengri tíma, gefið keppinautum á fjármálamarkaði færi á að samræma verð, viðskiptakjör og vöruframboð til skaða fyrir viðskiptavini og neytendur.

Setur Samkeppniseftirlitið ákveðin skilyrði fyrir samstarfinu sem hægt er að skoða hér

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK