Samkomulag um skuldavanda lítilla fyrirtækja

Vilmundur Jósefsson.
Vilmundur Jósefsson. Sverrir Vilhelmsson

Samkomulag um leiðir við úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja var kynnt á fundi í dag, en skrifað var undir samkomulagið fyrr í vikunni. Samkomulagið felur í sér að úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði hraðað verulega. Stefnt er að því að fyrir 1. júní 2011 hafi fjármálafyrirtæki lokið skoðun á fjárhagsstöðu þessara fyrirtækja og gert lífvænlegum fyrirtækjum sem eru í fjárhagsvanda tilboð um úrvinnslu skulda þeirra.

Miðað er við að heildarskuldsetning fyrirtækis að lokinni úrvinnslu fari ekki fram úr endurmetnu eigna- eða rekstrarvirði þess, hvoru sem er hærra, að viðbættu virði annarra trygginga og ábyrgða fyrir skuldum viðkomandi fyrirtækis. Ríflega 90% allra íslenskra fyrirtækja eru lítil eða meðalstór og má ætla að fjöldi þeirra sé á þriðja tug þúsunda.

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, skrifaði undir samkomlagið fyrir hönd Samtaka atvinnulífsins segir að ef vel takist til megi minnka atvinnuleysi þar sem fyrirtæki geti farið að fjárfesta á ný og ráða fólk í vinnu.

Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja segir að samkomulagið ætti að hraða þeirri vinnu sem þegar sé hafin í fjármálafyrirtækjum við fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækja. Verkefnið sé umfangsmikið og mikill fjöldi starfsmanna fjármálafyrirtækja um land allt komi að þessari vinnu. Hann sagði hins vegar að verkefnið væri vel viðráðanlegt enda hafi mikil reynsla við úrvinnslu skuldavanda safnast upp í fjármálakerfinu á síðustu misserum.

Að samkomulaginu standa efnahags- og viðskiptaráðuneytið, Félag atvinnurekenda, fjármálaráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð Íslands.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK