Facebook 6500 milljarða virði?

Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og maður ársins að mati tímaritsins …
Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook og maður ársins að mati tímaritsins Time. Reuters

Rúmlega 100 þúsund hlutir í samskiptavefnum Facebook voru nýlega settir í sölu á netmarkaðnum Sharepost. Að sögn vefjarins Business Insider seldust hlutirirnir á 25 dali hver og samkvæmt því má áætla að markaðsvirði Facebook væri 56 milljarðar dala, jafnvirði 6500 milljarða króna. 

Facebook er ekki skráð á hlutabréfamarkaði og því er erfitt að leggja mat á hvert raunverulegt virði fyrirtækisins er.  

Viðskiptatímaritið Forbes segir, að lægsta verð, sem fékkst fyrir hlutabréfin á Sharepost hafi verið 23 dalir. Haft er eftir seljandanum að það verð sé 77% hærra en það sem hann greiddi fyrir bréfin fyrir þremur mánuðum.   

Sharespost segir, að gríðarlegur áhugi hafi verið fyrir hlutabréfunum og að fleiri hlutir verði seldir á næstunni.

Business Insider hafði í vikunni eftir sérfræðingi, að Facebook gæti vel orðið 200 milljarða dala virði árið 2015 og að tekjur fyrirtækisins kunni að ná 32 milljörðum dala. 

Frétt Business Insider

Sharepost

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK