Krefst frávísunar

Helgi Birgisson hrl., lögmaður Magnúsar í héraðsdómi í dag.
Helgi Birgisson hrl., lögmaður Magnúsar í héraðsdómi í dag. Ernir Eyjólfsson

Magnús Arnar Arngrímsson, sem Glitnir banki hefur stefnt vegna útlána frá bankanum, gerði í morgun kröfu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur um að máli Glitnis á hendur honum verði vísað frá dómi.

Málið varðar sex milljarða lán, sem Glitnir veitti félaginu FS38 sumarið 2008 til kaupa á bresku skartgripakeðjunni Aurum af Fons hf. Bæði Fons og FS38 voru í eigu Pálma Haraldssonar. Hluti af kaupverðinu var notaður til að greiða skuldir Fons við Glitni, en um milljarður rann til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.

Glitnir segir að bankanum hafi verið óheimilt að lána þetta fé til FS38 og að Magnúsi, sem var starfsmaður bankans á þessum tíma, hafi verið óheimilt að taka þátt í lánveitingunni.

Magnús hélt því fram fyrir dómi að kröfur Glitnis væru vanreifaðar, meðal annars vegna þess að ekki væri sannað hvert væri raunverulegt tjón bankans vegna lánsins. Hugsanlega fengi bankinn eitthvað upp í kröfur sínar á Fons.

Glitnir sagði aftur á móti að sönnun á tjóni heyrði til efnismeðferðar máls og að ekki væri hægt að vísa frá dómi máli vegna þess eins að tjón teldist ósannað.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK