Lítið samráð við hagsmunaðila

Finnur Oddsson.
Finnur Oddsson.

Samráð um skattabreytingar og aðrar aðgerðir hins opinbera í efnahagsmálum var árið 2010 lítið betra en árið á undan, þrátt fyrir vonir um annað. Kom þetta fram í máli Finns Oddssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs á skattadegi Deloitte. Sagði hann að tekið hefði verið mark á nokkrum athugasemdum hagsmunaaðila við gerð fjárlaga, en í allt of mörgum tilvikum hafi ekkert tillit verið tekið til þeirra.

Gerði finnur að umtalsefni sínu meðal annars áhrif skattalaga og –reglna á hegðun fólks og fyrirtækja. Nefndi hann nokkur nýleg dæmi um það að skattahækkanir og –breytingar hafi breytt hegðun fólks. Yfirvofandi hækkun á erfðaskatti hafi til dæmis leitt til mikillar aukningar á fyrirframgreiddum arfi fyrir síðustu áramót og þá hafi hækkanir á áfengisgjöldum valdið því að brugg hefur aukist í landinu.

Á skjön við hagsmuni heildarinnar

Sagði hann að öll kerfi, skattakerfi þar á meðal, hafi áhrif á hegðun fólks en þrátt fyrir að sú hegðun sé skynsamleg innan marka kerfisins getur hún verið þvert á ætlun þess sem smíðaði kerfið. Þá fer hegðunin oft eftir hagsmunum sem standa fólki nær frekar en fjær. „Illa hönnuð kerfi hvetja til vinnubragða sem eru á skjön við hagsmuni heildarinnar,“  sagði Finnur.  „Það er erfitt að endurhanna stór kerfi frá grunni, einkum ef það er gert með hraði, og mér sýnist við vera á rangri leið í skattamálum.“

Vék Finnur að umræðu um svokallaðan auðlegðarskatt, en þingmenn hafi lýst því yfir að þeir hafi litla samúð með manni sem eigi 400 milljónir króna og horfi á skattahækkun upp á 12.000 krónur á hverja milljón króna. Finnur sagðist heldur ekki hafa mikla samúð með þessum ímyndaða manni, en það skipti einfaldlega ekki máli. Finnur sagði allt of oft að kerfi eins og skattkerfi séu sett upp miðað við það hvernig kerfissmiðurinn vill að fólk hegði sér, en ekki miðað við það hvernig líklegt er að fólk hegði sér. Spurningin sé því ekki hvort maður sem á 400 milljónir eigi skilið vorkunn vegna skattahækkana, heldur það hvort hann kemur til með að flytja úr landi og hreinlega hætta að greiða skatta.

Góður árangur í ríkisfjármálum

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK