Stefna ekki að aukinni olíuframleiðslu

Reuters

Samtök olíuútflutningsríkja (OPEC) stefna ekki að því að auka olíuframleiðslu þrátt fyrir að verð af hráolíu nálgist nú að vera 100 dalir á tunnu. Olíumálaráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna segist ekki hafa áhyggjur af því, og tekur í sama streng og fulltrúar OPEC frá Íran, Venesúela og Alsír.

„Það er enginn olíuskortur. Það eru nægar birgðir til á markaðinum,“ segir Mohammed bin Dhaen al-Hamli.

Alþjóðlega orkustofnunin (IEA) segir aftur á móti að það sé áhyggjuefni hversu hratt olíuverð hafi hækkað.

Vangaveltur hafa verið uppi um það að OPEC-ríkin, sem ráða yfir um 40% heimsframleiðslunnar, myndu halda neyðarfund til að ræða hækkunina. Nú þykir hins vegar ólíklegt að boðað verði til slíks fundar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK