Orðinn langeygur eftir viðbrögðum stjórnvalda

Seðlabankinn hefur ekki opnað á fjárfestingu með aflandskrónum á Íslandi.
Seðlabankinn hefur ekki opnað á fjárfestingu með aflandskrónum á Íslandi. mbl.is/Ernir

Það eina sem hindrar nýtingu aflandskróna til langtímafjárfestinga hér á landi eru ákvarðanir stjórnvalda í þá veru.

Þetta segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag. Í október á síðasta ári kynntu samtökin samvinnuverkefni sitt með Seðlabanka Íslands og efnahags- og viðskiptaráðuneytinu.

Tilgangur þess verkefnis var að gera eigendum aflandskróna kleift að fjárfesta fé sitt til langtímaverkefna hér á landi. Upphaflega bundu Samtök iðnaðarins vonir við að ljúka ákveðnu prófmáli í þeim efnum fyrir áramót. „Ég verð að viðurkenna að ég er orðinn langeygur eftir því að klára þetta mál,“ segir Orri Hauksson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK