Bretland: Mesta lífskjararýrnum frá kreppunni miklu

Breskir neytendur hvattir til þess að versla. Mervyn King, Englandsbankastjóri, …
Breskir neytendur hvattir til þess að versla. Mervyn King, Englandsbankastjóri, málaði dökka mynd af stöðu efnahagsmála í ræðu í gær. Darren Staples

Lífskjör í Bretlandi hefur ekki jafn hrakað jafn mikið og hratt frá því á þriðja áratug síðustu aldar. Að sögn Mervyn King, seðlabankastjóra Bretlands, þá heldur launaþróun ekki við verðbólgu og ráðstöfunartekjur heimila nú eru þær sömu og árið 2005. Slík lífskjararýrnun hefur ekki sést í Bretlandi í níutíu ár.

Lífskjör í Bretlandi hefur ekki jafn hrakað jafn mikið og hratt frá því á þriðja áratug síðustu aldar. Þetta sagði Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, í ræðu sem hann hélt í gær í kjölfar þess að hagtölur sýndu að breska hagkerfið dróst saman á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Á sama tíma hélt verðbólga áfram að aukast og er nú langt yfir 2% verðbólgumarkmiði Englandsbanka.  Landsframleiðslan dróst saman um 0,5% á tímabilinu en verðbólga mælist nú tæplega 4%.

Í ræðu sem King hélt í Newcastle í gær kom fram að Englandsbanki gæti vart hækkað stýrivexti á komandi misserum vegna hins mikla slaka í hagkerfinu um þessar mundir. Af þessum ástæðum myndi efnahagslægðin bitna hart á þeim sem hafa sýnt ráðdeild og byggt upp sparnað. Að sögn breska blaðsins féllu ráðstöfunartekjur breskra heimila um 12% í fyrra og búist er við að áframhald verði á þeirri þróun í ár. Þrátt fyrir það sagði King í ræðu sinni að Englandsbanki gæti hvorki né ætti að beita peningamálastefnunni til þess að afstýra þeirri þróun. 

King sagði að það væri misskilningur að ætla að Englandsbanki hefði getað hækkað stýrivexti á sínum tíma til þess að koma í veg fyrir að verðbólgan kæmist á stað. Stýrivextir hafa verið 0,5% frá því í mars árið 2009. Verðbólga mældist hinsvegar meira en 100 punktum yfir verðbólgumarkmiði bankans allt síðasta ár og sagði King í ræðu sinni að útlit væri fyrir að hún yrði á bilinu 4-5% á næstunni. Hann sagði að ef að stýrivextir hefðu verið hækkaðir á umtalsvert þá myndi verðbólga fara minnkandi á þessu ári en hinsvegar hefði fórnarkostnaður þeirrar aðgerðar brotist fram í enn meiri samdrætti landsframleiðslu, meira atvinnuleysi og rýrnun lífskjara hefði orðið enn meiri en nú er.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK