Efnahagsbatinn meiri en spáð var

mbl.is/Ernir

Seðlabankinn segir, að efnahagsbatinn verði heldur meiri í ár en bankinn spáði í nóvember. Spáir Seðlabankinn því nú, að hagvöxtur á þessu ári verði 2,8% í ár og liðlega 3%  á árunum 2012 og 2013.

Þá áætlar bankinn, að samdráttur landsframleiðslu á síðasta ári hafi verið 2,7%. Talið er að framleiðsluslakinn hafi náð hámarki um mitt síðasta ár.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans segir, að verðbólga hafi verið heldur minni en spá bankans í nóvember gerði ráð fyrir og er því spáð að hún verði eitthvað undir verðbólgumarkmiði bankans nánast til loka spátímans. Verðbólgumarkmiðið er 2,5%.

Áfram dró úr verðbólgu í desember og janúar. Tólf mánaða verðbólga var 1,8% í janúar eða 1,6% að áhrifum hærri neysluskatta frátöldum. 

Bankinn segir, að sem fyrr stuðli hagstæð gengisþróun undanfarið ár, lækkandi verðbólgu­væntingar og slaki í þjóðarbúskapnum að lítilli og stöðugri verðbólgu. 

En þótt grunnefnahagsþættir og gjaldeyrishöft styðji áfram við gengi krónunnar hafi viðskiptavegið gengi krónu lækkað um 4½% frá fundi peningastefnunefndar í desember. Enn sé of snemmt að fullyrða að hve miklu leyti lækkunina megi rekja til tímabundinna þátta. Umtalsverð kaup Seðlabankans á gjaldeyri undir lok síðasta árs, sem ætlað var að draga úr gjaldeyrismisvægi fjármálastofnana og auka óskuldsettan gjaldeyrisforða Seðlabankans, gætu einnig hafa haft skammtímaáhrif á gengi krónunnar.

Yfirlýsing peningastefnunefndar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK