Kínverjar komnir í annað sætið

Tokyo
Tokyo Reuters

Japanska hagkerfið er nú orðið minna en hið kínverska, og því ekki lengur það næststærsta í heiminum líkt og það hefur verið í 42 ár. Bandaríska hagkerfið er ennþá stærst. Lengi hefur stefnt í þessa átt, og hafa nýjar hagtölur fyrir síðasta ársfjórðung ársins 2010 nú staðfest breytinguna.

Samdráttur í einkaneyslu og styrking jensins eru sögð hafa sett punktinn yfir i-ið, en japanskt efnahagslíf hefur lengi þjáðst vegna síminnkandi innlendrar eftirspurnar, verðhjöðnunar og gríðarlega íþyngjandi skuldastöðu.

Stórstígar framfarir í Kína undirstrika þá þróun sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi og breytt hefur landinu úr gríðarlega fátæku kommúnistaríki í þungavigtaraðila í efnahagslífi heimsins.

Hið „efnahagslega kraftaverk“ eftirstríðsáranna í Japan setti  landið á stall sem næststærsta hagkerfi heimsins, en Japönum hefur hins vegar aldrei tekist að ná sér á strik eftir að fasteignabólan í landinu sprakk með látum á tíunda áratug síðustu aldar.

Þrátt fyrir sætaskiptin eru Japanir enn mun ríkari en Kínverjar miðað við höfðatölu. Samkvæmt tölum Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eru meðaltekjur í Japan tíu sinnum það sem þær eru í Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK