Afar ólíkir kostir en síðast

Greining Íslandsbanka segir í Morgunkorni sínu, að þóðaratkvæðagreiðslan sem fari fer um Iceseave nú snúist um tvo kosti og talsvert ólíka þeim sem þjóðin kaus um í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave 7. mars í fyrra.

„Annars vegar er það að staðfesta þau lög sem heimila fjármálaráðherra að skrifa undir þá samninga sem nú liggja fyrir um lausn Icesave deilunnar og eru mun hagstæðari en fyrri samningar. Hins vegar er það að fara dómstólaleiðina til að leiða þessa deilu til lykta, en bæði íslensk og hollensk stjórnvöld hafa lýst því yfir að samningaleiðin verður ekki fær ef íslenska þjóðin synjar lögunum nú.

Við þjóðaratkvæðagreiðsluna í fyrra lá hins vegar fyrir vilji íslenskra, breskra og hollenskra stjórnvalda að fara samningaleiðina að nýju og reyndar lágu þá þegar fyrir drög að mun hagstæðari samningum en þeir sem var verið að kjósa um," segir Íslandsbanki m.a. 

Morgunkorn Íslandsbanka

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK