Ríkið lét ekki vinna sjálfstætt mat á eignasafni

Kristján Þór Júlíusson.
Kristján Þór Júlíusson. mbl.is/Skapti

Engin opinber stofnun hefur látið vinna sjálfstætt mat á virði eignasafns Landsbankans. Þetta segir Kristján Þór Júlíusson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og nefndarmaður í fjárlaganefnd Alþingis.

Kristján segir að skilanefnd Landsbankans hafi farið ítarlega yfir eigið mat á virði eignasafns Landsbankans með fjárlaganefnd, en ekki heimilað nefndarmönnum að halda eftir gögnum.

Í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag segir Kristján það skiljanlegt upp að vissu marki, enda um ákveðna viðskiptahagsmuni að tefla. Hins vegar sé nauðsynlegt að almenningur geti sótt sér upplýsingar um eignasafnið, til að geta tekið upplýsta ákvörðun um ríkisábyrgð á Icesave-kröfum Breta og Hollendinga.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK