Fiskipskipum fjölgar milli ára

Alls voru 1625 fiskiskip á skrá hjá Siglingastofnun árið 2010 og hafði þeim fjölgað um 43 frá árinu áður.

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni voru togarar alls 57 og fækkaði um einn frá árinu á undan. Heildarstærð togaraflotans var 65.087 brúttótonn og hafði minnkað um 2783 brúttótonn frá árinu 2009.

Opnir fiskibátar voru 807 talsins og 3857 brúttótonn að stærð. Opnum fiskibátum fjölgaði um 51 milli ára og heildarstærð þeirra jókst um 242 brúttótonn.

Fjöldi vélskipa var alls 761 og samanlögð stærð þeirra 83.457 brúttótonn. Vélskipum fækkaði um 7 skip á milli ára og flotinn minnkaði um 3312 brúttótonn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK