Börðust gegn afhendingu gagna

Kaupþing í Lúxemborg fyrir hrun.
Kaupþing í Lúxemborg fyrir hrun. Reuters

Einn stærsti eigandi Kaupþings fyrir bankahrun, helstu stjórnendur bankans og vildarviðskiptavinir hans auk Banque Havilland og Pillar Securitisation börðust hart gegn því að embætti sérstaks saksóknara fengi afhent gögn úr húsleitum í Lúxemborg.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu, sem vitnar í málsskjöl sem lögð voru fyrir dómstóla í Lúxemborg. Um er að ræða Ólaf Ólafsson og fjögur félög í hans eigu, Hreiðar Má Sigurðsson, fyrrum forstjóra Kaupþings, Sigurð Einarsson, fyrrum starfandi stjórnarformann Kaupþings, og kaupsýslumennina Skúla Þorvaldsson, Egil Ágústsson og  Einar Bjarna Sigurðsson.

Sérstakur saksóknari fékk nýlega um 150 kíló af gögnum afhent eftir að dómstólar í Lúxemborg féllust á að hann fengi gögnin. Einnig var um að ræða mikið magn af rafrænum gögnum.

Hald var lagt á gögnin í nóvember 2009. Fram kemur í Viðskiptablaðinu, að hald hafi verið lagt á gögnin hjá Banque Havilland, sem keypti rekstur Kaupþings í Lúxemborg eftir hrun, hjá Pilar Securitation, sem yfirtók hluta af lánasafni Kaupþings; og á heimili og í bíl Magnúsar Guðmundssonar, þáverandi bankastjóra Banque Havilland. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka