Svartsýnni á horfur Össurar

ABG Sundall Collier mælir með sölu á bréfum Össurar.
ABG Sundall Collier mælir með sölu á bréfum Össurar. Heiðar Kristjánsson

Norski fjárfestingabankinn ABG Sundal Collier, sem er einn greiningaraðila stoðtækjaframleiðandans Össurar, mælir nú með að fjárfestar selji sín bréf í fyrirtækinu.

Fram að því hafði fjárfestum verið ráðlagt að halda bréfum fyrirtækisins. Í orðsendingu til fjárfesta í síðasta mánuði, segir Morten Larsen, sérfræðingur ABG, að greiningardeild bankans mæli nú með sölu bréfa í Össuri og að vænt markaðsverð bréfa félagins sé nú 1,4 dollarar á hlut. Áður hafði ABG reiknað með væntu markaðsverði upp á 1,8 dollara á hlut.

Í greiningunni segir að Össur hafi öfluga viðskiptaáætlun til langs tíma og góða markaðsstöðu, sem gefi tilefni til ákveðinnar bjartsýni. Hins vegar sé samkeppni á mörkuðum Össurar að aukast mikið, einkum og sér í lagi í Evrópu. Þess vegna sé hlutabréfaverð Össurar ofmetið. Rekstrarniðurstaða Össurar á fjórða ársfjórðungi 2010 hafi verið undir væntingum sérfræðinga ABG. Um 4% innri vöxtur fyrirtækisins hafi janframt valdið vonbrigðum.

Eftir að Össur sendi frá sér uppgjör fyrir þriðja fjórðung 2010, breytti ABG ráðgjöf sinni í „Halda“, en fram að þeirri greiningu hafði fjárfestingabankinn mælti með kaupum á hlutabréfum Össurar.

Viðbót kl. 12:04: Við þessu má bæta að Össur gekk frá langtímafjármögnun eftir að greiningar ABG Sundall Collier litu dagsins ljós. Jafnframt eru fleiri fyrirtæki sem greina horfur Össurar. Til að mynda sænsku bankarnir SEB og Nordea, sem eiga þátt í fjármögnun fyrirtækisins, sem gengið var frá í gær. Nordea mælir með að halda bréfum Össurar, en SEB mælir með kaupum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK