Neita að lækka vexti Íra

Evrópskir þjóðarleiðtogar í Brussel í gær.
Evrópskir þjóðarleiðtogar í Brussel í gær. Reuters

Ríki á evrusvæðinu svonefnda neituðu í gærkvöldi að lækka vexti á neyðarlánum, sem Írar fá hjá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 

Herman Van Rompuy, forseti Evrópusambandsins, sagði eftir leiðtogafund í Brussel í gærkvöldi, að Írland hefði ekki uppfyllt öll þau skilyrði, sem sett hefðu verið fyrir því að lækka vextina.

Enda Kenny, nýr forsætisráðherra Íra, sagðist myndu berjast áfram fyrir því að fá vextina lækkaða en þeir eru 5,8%. Alls nema lánin 67,5 milljörðum evra. 

Kenny sagði að Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, hefði krafist þess að skattar á írsk fyrirtæki yrðu hækkaðir til samræmis við skatta í öðrum evruríkjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK