Stjórnarlaun í Valitor hækkuð

Valitor hagnaðist um rúman milljarð í fyrra.
Valitor hagnaðist um rúman milljarð í fyrra. mbl.is/ÞÖK

Laun stjórnamanna í kortafyrirtækinu Valitor, áður Visa Ísland, voru nýverið hækkuð um fjórðung og laun stjórnarformanns um helming. Sjónvarpið greindi frá þessu en Valitor hagnaðist um rúman milljarð króna á síðasta ári.

Stjórnarlaunin voru ákveðin á aðalfundi fyrirtækisins í síðustu viku. Arion á 52% hlut í Valitor, Landsbankinn 38%, Byr sparisjóður 7% en önnur fjármálafyrirtæki minni hlut. Samkvæmt frétt Sjónvarpsins mætti Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, á aðalfundinn fyrir hönd bankans, en Höskuldur var áður framkvæmdastjóri Valitors.

Þóknun fyrir setu í stjórn Valitors var hækkuð í 150 þúsund krónur á mánuði en þóknun stjórnarformanns var hækkuð úr 200 þúsund krónum í 300 þúsund á mánuði. Fulltrúar Landsbankans í stjórn sátu hjá við þessa atkvæðagreiðslu. Fulltrúar Arion banka og Byrs samþykktu launahækkunina, en samkvæmt frétt Sjónvarpsins rennur þóknun fulltrúa Arion ekki beint til þeirra heldur til bankans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK