Norski olíusjóðurinn óx um 9,6%

Norskur olíuborpallur.
Norskur olíuborpallur. mbl.is/Statoil

Ávöxtun lífeyrisssjóðs norska ríkisins, sem jafnan er nefndur olíusjóðurinn, nam 9,6% á síðasta ár. Er þetta fimmta besta rekstarár sjóðsins en í hann rennur stærstu hluti þeirra tekna, sem norska ríkið hefur af olíu- og gasvinnslu.

Eignir sjóðsins voru metnar á 3077 milljarða norskra króna og jukust um 437 milljarða norskra króna, jafnvirði rúmlega 8900 milljarða íslenskra króna.

„Þetta er góð niðurstaða," sagði Øystein Olsen, nýr seðlabankastjóri Noregs, á blaðamannafundi í dag. 

Olíusjóðurinn á hlutabréf í 8496 fyrirtækjum um allan heim og er stærsti einstaki fjárfestirinn á evrópskum hlutabréfamarkaði. Ávöxtun hlutabréfa í eigu sjóðsins var 13% á síðasta ári og var mestur gróðinn á bréfum í Nesle, Apple og Shell.  Sjóðurinn tapaði hins vegar á bréfum í spænskum bönkum og breska olíufélaginu BP.

Í lok síðasta árs voru 5,2% af eignum sjóðsins í ávöxtun í Japan en hlutabréfamarkaður þar í landi hefur hrunið í kjölfar náttúruhamfaranna sem þar urðu fyrir viku. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK