Vestræn ríki verða að minnka skuldir

John Lipsky.
John Lipsky. Reuters

Aðstoðarforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins segir, að vestræn ríki standi frammi fyrir því, að vaxtakostnaður muni hækka umtalsvert á sama tíma og skuldir ríkjanna hafi hlutfallslega ekki verið hærri frá síðari heimsstyrjöld.  

John Lipsky sagði í ræðu, sem hann flutti í Peking í Kína, að þróuð iðnríki eigi á hættu að lenda í ríkisfjármálakreppu og grípa verði til róttækra ráðstafana til að draga úr skuldum. 

Sagði hann að Bandaríkin og Japan yrðu að leggja fram trúverðugar áætlanir um hvernig böndum verði komið á fjárlagahalla.

Hann sagði útlit fyrir, að meðalvextir á lánum helstu iðnríkja heims muni hækka um 1-1,5 prósentur á sama tíma og skuldirnar fari sívaxandi.  

Lipsky sagði, að iðnríkin hafi verið heppin vegna þess að fjármagnskostnaður hafi verið lítill um langan tíma en það kunni að breytast. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK