Flestar kröfur frá Ítalíu

Flestar lýstar kröfur í þrotabú Glitnis eru frá ítölskum aðilum. …
Flestar lýstar kröfur í þrotabú Glitnis eru frá ítölskum aðilum. Þó skal ósagt látið hvort þessir pizzabakarar í Róm séu þar á meðal. STR

Sé litið til fjölda lýstra krafna í þrotabú Glitnis, óháð fjárhæð krafna, koma flestar kröfur frá aðilum á Ítalíu. Þetta kom fram á fundi skilanefndar og slitastjórnar Glitnis með fréttamönnum í dag.

Páll Eiríksson, sem situr í slitastjórn bankans, segir að niðurstaða samantektar á hvaðan í heiminum kröfum í bankann var lýst, hafi vakið furðu slitastjórnarinnar sjálfrar. Á eftir Ítalíu koma næstflestar kröfur frá Bandaríkjunum, og þar á eftir Bretlandi, Íslandi og Lúxemborg.

Sé litið til samanlagðrar fjárhæðar lýstra krafna kemur hins vegar mest frá Bandaríkjunum.

Alls var lýst 8731 kröfu í bú bankans og var heildarfjárhæðin 3600 milljarðar króna. Búið er að taka afstöðu til 8171 kröfu. Voru 2032 kröfur, samtals að fjárhæð 520 milljarðar, samþykktar eins og þeim var lýst, 2976 kröfur voru samþykktar með breytingum, samtala 1470 milljarðar, en 810 kröfum, upp á 180 milljarða samtals, var hafnað. Nú þegar hefur 183 ágreiningsmálum verið vísað til Héraðsdóms Reykjavíkur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK