Olía lækkaði í verði í dag

Olíuverð lækkaði á heimsmarkaði í dag.
Olíuverð lækkaði á heimsmarkaði í dag. Reuters

Olía lækkaði talsvert í verði í dag. Fat af Norðursjávarolíu til afhendingar í júní lækkaði t.d. um 5.55% í 114,47 dollara, að því er fréttavefurinn DN.no greinir frá.

Rætt er við Thina Saltvedt, olíuverðssérfræðing hjá Nordea Markets, sem segir að olíuverðshækkunin hafi verið knúin af óróleika sem tengdist ástandi mála í Norður-Afríku og Miðausturlöndum. Ekki eru vísbendingar um að ástandið þar breiðist til fleiri olíuframleiðslulanda.

Ástand mála hefur bæði áhrif á framboð og eftirspurn.Ýmsar blikur eru á lofti varðandi eftirspurnina, t.d. verra ástand á vinnumarkaði í Bandaríkjunum en reiknað var með, óvissa um evrusvæðið og áform Kínverja um að herða sultarólina til að draga úr verðbólgu.

Saltvedt telur að olíuverðið geti ef til till farið niður í 104 dollara fatið, en hún telur ólíklegt að það lækki niður fyrir það.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka