Fælir ferðamenn frá Bandaríkjunum

Margir ferðamenn sækja New York heim en kerfi landvistarleyfa gerir …
Margir ferðamenn sækja New York heim en kerfi landvistarleyfa gerir ferðir til Bandaríkjanana þungar í vöfum. GARY HERSHORN

Forystumenn ferðamannaiðnaðarins í Bandaríkjunum segja að kerfi landvistarleyfa fyrir ferðamenn sé þunglamalegt og fæli fólk frá því að koma til landsins. Krefjast þeir þess að kerfinu verði breytt.

„Bandarísk stjórnvöld setja óþarfa hömlur á erlenda gesti sem takmarka efnahagslegan vöxt. Sérstaklega er það þunglamalegt kerfi landvistarleyfa sem fælir milljónir hugsanlegra ferðalanga í burtu og til annarra landa. Er það gríðarlega kostnaðarsamt fyrir hagkerfi okkar,“  segir í skýrslu frá samtökum bandarískra ferðaþjónustufyrirtækja.

Segir ennfremur að hver dalur sem ferðamenn eyði í Bandaríkjunum séu útflutningstekjur og geri það ferðamannaiðnaðinum að útflutningsiðnaði sem auðvelt sé að stækka. Hann sé lykilþáttur í að draga úr viðskiptahalla ríkisins.

Það getur tekið sex mánuði eða meira fyrir brasilíska eða kínverska ríkisborgara að fá ferðamannalandvistarleyfi til þess að koma til Bandaríkjanna.

„Brasilía og Kína eru tvö af hagkerfum heims sem vaxa hvað hraðast. Ættum við ekki að reyna að fá þetta fólk til þess að koma til Bandaríkjanna?“ spyr Roger Dow, forseti samtakanna.

Hefur kerfið einnig torveldað og jafnvel komið í veg fyrir að erlendir viðskiptamenn geti mætt á vörusýningar í Bandaríkjunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK