Ekkert kerfi innistæðutrygginga stenst hrun

Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra.
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. mbl.is/GSH

Ekki er mögulegt að búa svo um hnútana að innistæðutryggingakerfi geti staðist hrun heils fjármálakerfis. Þetta segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, í samtali við Morgunblaðið.

Frumvarp um innistæðutryggingar er nú á leið í þriðju umræðu. Árni Páll segist telja að í grunninn séu innistæðutryggingar nauðsynlegar. Hins vegar miðist nýtt frumvarp við að sníða af vankanta og fylla í þær eyður innistæðutryggingakerfisins sem nú er í gildi á Íslandi. „Við höfum leitast við að takmarka ábyrgð ríkisins á innistæðutryggingum í frumvarpinu. Við viljum ekki að nýr tryggingasjóður beri ábyrgð á öllum innistæðum, heldur bara innistæðum einstaklinga,“ segir ráðherrann.

Greiðslur byggjast á áhættustuðli

Frumvarpið um innistæðutryggingar gerir ráð fyrir að framlag fjármálafyrirtækja til nýs tryggingasjóðs aukist mjög. Fjármálaeftirlitið mun reikna út svokallaðan áhættustuðul fyrir hvert og eitt fjármálafyrirtæki, sem ákvarðar hversu háar greiðslurnar verða. Því hærri sem áhættustuðullinn er, því meiri áhættu metur Fjármálaeftirlitið vera fyrir hendi í rekstri fjármálafyrirtækis. Því hærri sem áhættustuðullinn er, því hærri verða greiðslurnar.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að heildareignir nýs tryggingasjóðs verði aldrei lægri en sem nemur 4% af heildarinnistæðum, samkvæmt skilgreiningu laganna á hugtakinu innistæða. Í núgildandi lögum er miðað við að eignastaða Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta fari aldrei undir 1% af öllum tryggðum innistæðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK