Kerfisáhætta vegna illa staddra ríkja

Mario Draghi
Mario Draghi AP

Grikkland, Írland og Portúgal geta valdið umtalsverðri kerfisáhættu fyrir evrusvæðið, að sögn Ítalans Mario Draghi, sem mun taka við af Jean-Claude Trichet sem seðlabankastjóri Evrópu síðar á árinu. Á aðalfundi ítalska seðlabankans í gær sagði Draghi að hætta á verðbólgu væri að aukast og að nauðsynlegt væri að taka upp venjulega peningamálastjórn sem fyrst til að koma í veg fyrir að verðbólguvæntingar festist í sessi.

Lagði hann áherslu á að skuldavandamál einstakra ríkja og banka gætu ekki dregið athygli evrópska seðlabankans frá því meginmarkmiði sínu að viðhalda stöðugu verðlagi. Ríkisstjórnir Evrópuríkja verði að koma böndum á rekstur eigin ríkissjóða, hversu erfitt sem það kann að vera þegar mörg þeirra eru enn að að jafna sig á afleiðingum fjármálakreppunnar.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK