Hefur ekki áhrif á fjárhag sjóðsins

Íbúðalán sem Íbúðalánasjóður keypti af Landsbankanum á árinu 2004, munu …
Íbúðalán sem Íbúðalánasjóður keypti af Landsbankanum á árinu 2004, munu ekki hafa frekari áhrif á fjárhag ÍLS

Þau íbúðalán sem Íbúðalánasjóður (ÍLS) keypti af Landsbankanum á árinu 2004, munu ekki hafa áhrif á fjárhag ÍLS, umfram það sem þegar hefur verið reiknað með vegna 110% leiðarinnar. Allar afskriftir umfram þá leið mun Landsbankinn að öllum líkindum taka á sig.

Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri sjóðsins, segir að nýkynntar vaxtaendurgreiðslur og afskriftir sem bjóðast viðskiptavinum Landsbankans, muni ekki hafa neikvæð áhrif á ÍLS. Lánin sem ÍLS keypti árið 2004, séu innan við 5% af heildarútlánum.

Sem kunnugt er lenti ÍLS í umfangsmiklum uppgreiðslum á lánum, eftir að bankarnir hófu innreið sína á fasteignalánamarkaðinn. Hlutdeild bankanna í útistandandi fasteignalánum gagnvart ÍLS jókst þannig úr 2% í ágúst 2004 í 88% í nóvember sama ár. Þetta kemur fram í greinargerð ÍLS vegna útgáfu skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Uppgreiðslur á lánum hjá ÍLS námu meira en 180 milljörðum króna frá september 2004 og fram í október 2005, að því er kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá árinu 2005.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK