Asda kann að bjóða í Iceland

Breska verslunarkeðjan Asda, sem er í eigu bandaríska stórfyrirtækisins Wal-Mart Stores Inc., áformar að leggja fram tilboð í verslunarkeðjuna Iceland Foods, að sögn blaðsins Sunday Times.  

Slitastjórn Landsbankans tilkynnti nýlega að verið væri að undirbúa sölu á 66,7% hlut bankans í Iceland og væntanlega myndi söluferlinu ljúka í haust. 

Verslunarkeðjan William Morrison Supermarkets Plc og Malcolm Walker, stofnandi og forstjóri Iceland, hafa áður lýst áhuga á að kaupa hlut bankans.

Áætlað verðmæti Iceland Foods er 1,2-1,6 milljónir punda, sð sögn Sunday Times.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
Svæði

Myntbreyta

Mynt Fjárhæð Mynt Fjárhæð
  ISK   USD
  EUR   GBP
  CAD   DKK
  NOK   SEK
  CHF   JPY
Gengi gjaldmiðla

Gagnaveitur

Erlendar viðskiptafréttir