Meðal stærstu mistaka í íslenskri hagsögu

Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund
Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund

Ráðgjafarfyrirtækið Analytica segir, að það væri meðal stærstu mistaka í íslenskri hagsögu að lögfesta í óbreyttri mynd frumvarp, sem meðal annars felur í sér framlengingu gjaldeyrishafta til ársins 2015.

Undir þetta taka þeir Pétur H. Blöndal og Tryggvi Þór Herbertsson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, í efnahags- og skattanefnd. Leggja þeir í nefndaráliti til, að frumvarpið verði alls ekki samþykkt því ef það verði að lögum sé verið að senda skýr skilaboð um að gjaldeyrishöftin verði varanleg. 

Meirihluti nefndarinnar lagði til nokkrar breytingar á frumvarpinu, þar á meðal að  fella niður ákvæði um skilaskyldu á ferðamannagjaldeyri, sem ekki er nýttur í ferðalögum. Hins vegar er gert ráð fyrir að skilaskylda verði áfram fyrir hendi ef ekki verður af fyrirhugaðri ferð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK