Stýrivextir hækka í 18% í Hvíta-Rússlandi

Frá mótmælum í Minsk í gær
Frá mótmælum í Minsk í gær Reuters

Seðlabanki Hvíta-Rússlands hefur ákveðið að hækka stýrivexti sína um tvö prósentustig í 18 prósent. Er stýrivaxtahækkunin liður í baráttunni við verstu efnahagskreppu sem riðið hefur landið.

Í gær braut lögregla í Minsk niður mótmæli en um eitt þúsund manns komu saman í miðborginni til þess að mótmæla ástandi mála í landinu. Verð á matvælum og annarri nauðsynjavöru hefur hækkað mikið í Hvíta-Rússlandi að undanförnu og gjaldmiðill landsins stendur höllum fæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK