Danskur banki fallinn

Frá Kaupmannahöfn.
Frá Kaupmannahöfn. mbl.is / Ómar Óskarsson

Danski bankinn Fjordland Mors hefur óskað eftir því að verða tekinn yfir af sérstakri stofnun á vegum danska ríkisins sem sett var á laggirnar í október 2008 til þess að tryggja efnahagslegan stöðugleika í Danmörku. Fréttavefur danska viðskiptablaðsins Børsen segir frá þessu í dag.

Ákvörðunin var tekin í ljósi þess að Fjordland Mors uppfyllti ekki skilyrði danska fjármálaeftirlitsins um eigið fé. Þar vantar 700 milljónir danskra króna upp á eða sem nemur um 15,4 milljörðum króna. Bankinn hefur fengið frest fram á sunnudag til þess að útvega aukið hlutafé.

Stjórn Fjordland Mors telur hins vegar óraunhæft að það takist og hefur því óskað eftir því að rekstur hans verði yfirtekinn af ríkinu sem fyrr segir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK