Hrein eign heimilanna 3.700 milljarðar

Hrein eign heimilanna eru 3.700 milljarðar króna
Hrein eign heimilanna eru 3.700 milljarðar króna mbl.is/Golli

Hrein eign heimilanna í landinu losar 240% af landsframleiðslu eða 3.700 milljarða króna. Er þetta umtalsverð eign sem stendur þrátt fyrir hrun bankakerfisins og þá kreppu sem íslensk samfélag hefur tekist á við á undanförnum árum með tilheyrandi lækkun á verði eigna og hækkun á verðtryggðum og gengisbundnum lánum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.

Meirihluti sparnaðar heimilanna er bundið í íbúðarhúsnæði. Því til viðbótar eru heimilin með eignir sínar í lífeyrissjóðum, innlánum, verðbréfum og bifreiðum svo það helsta sé talið. Hrein eign lífeyrissjóðanna nam 1.984 mö.kr. í lok apríl síðastliðinn og eignir heimilanna á innlánsreikningum stóðu í 629 mö.kr. á sama tíma. Samanlagt eiga heimilin því um 5.463 ma.kr. í íbúðarhúsnæði, lífeyrissjóðum og innlánum hjá bönkunum. Þetta er um 43 m.kr. á hvert heimili í landinu eða um 353% af landsframleiðslu. Við þetta bætist síðan bifreiðaeign og bein eign í verbréfum en tölur yfir það eru ekki tiltækar.

Á móti þessum eignum eru skuldir heimilanna umtalsverðar eða um 110% af landsframleiðslu samkvæmt upplýsingum frá Seðlabanka Íslands, samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka.

„ Er skuldahlutfall þetta nokkuð hátt í alþjóðlegum samanburði en skýrist það m.a. af því að hlutfall heimila í eigin húsnæði hér á landi er með því hæsta sem gerist í heiminum.

Samkvæmt hagtölum Seðlabankans skulduðu heimilin innlánsstofnunum 517 ma.kr. í lok apríl síðastliðin og eru útlánin þá metin á því virði sem Arion banki, Íslandsbanki og NBI keyptu lánasöfnin á af fyrirrennurum sínum. Þá skulduðu heimilin öðrum lánastofnunum 691 ma.kr. í lok apríl en með í þessari tölu eru skuldir heimilanna við Íbúðalánasjóð. Skuld heimilanna við lífeyrissjóðina var síðan 174 ma.kr. í lok apríl. Samanlagt skulda heimilin því þessum aðilum 1.382 ma.kr. Við þetta má síðan bæta skuld heimilanna við Lánasjóð íslenskra námsmanna og tryggingafélög," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK