Hættir við að leita til AGS

Frá kauphöllinn í Kaíró.
Frá kauphöllinn í Kaíró. Reuters

Egypsk stjórnvöld eru hætt við að leita til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans varðandi lán. Þetta segir Samir Radwan, fjármálaráðherra Egyptalands.

Radwan segir í samtali við Reutersað í fjárlögum næsta árs sé því spáð að fjárlagahalli næsta árs muni nema 8,6% af vergri landsframleiðslu í stað 11% líkt og áður hafi verið talið.

Ráðgjafi stjórnvalda segir í samtali við AFP fréttastofunnar að ríkisstjórn landsins hafi að hluta látið undan þrýstingi almennings með þessari ákvörðun. En margir sem tóku þátt í uppreisninni í landinu fyrr á þessu ári vilja ekkert með lán frá AGS að hafa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK