Enn líf í fasteignamarkaði

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 24. júní til og með 30. júní 2011 var 95, að því er kemur fram í tölum frá Þjóðskrá. Þar af voru 69 samningar um eignir í fjölbýli, 22 samningar um sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 2.554 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,9 milljónir króna.

Á sama tíma var 7 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru 2 samningar um eignir í fjölbýli, 4 samningar um sérbýli og 1 samningur um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði. Heildarveltan var 114 milljónir króna og meðalupphæð á samning 16,3 milljónir króna.

Þá var 13 kaupsamningum þinglýst á Akureyri. Þar af voru 5 samningar um eignir í fjölbýli og 8 samningar um sérbýli. Heildarveltan var 340 milljónir króna og meðalupphæð á samning 26,1 milljón króna. Einnig var 1 kaupsamningi þinglýst á Árborgarsvæðinu. Hann var um sérbýli. Upphæð samningsins var 29,9 milljónir króna.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka