Grikkir fá 3,2 milljarða dala

Gríski fáninn framan við þinghúsið í Aþenu.
Gríski fáninn framan við þinghúsið í Aþenu. Reuters

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti í kvöld að greiða gríska ríkinu 3,2 milljarða dala lán. Er þetta hluti lánafyrirgreiðslu, sem sjóðurinn og Evrópusambandið samþykktu að veita Grikkjum.

Búist var við þessari niðurstöðu eftir að fjármálaráðherrar evruríkjanna samþykktu í síðustu viku að greiða Grikkjum hluta af láninu. Alls samþykktu Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn á síðasta ári að veita Grikkjum 110 milljarða evra lán. 

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sagði í kvöld, að stjórnvöld í Grikklandi hefðu náð ákveðnum árangri í umbótastarfi og búast mætti við hagvexti í landinu á ný á fyrri hluta næsta árs. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK