Ólíklegt að skilyrði samningana haldi

Hagstofunni þykir ólíklegt að skilyrði kjarasamninga haldi.
Hagstofunni þykir ólíklegt að skilyrði kjarasamninga haldi. mbl.is/Frikki

Hagvöxtur verður meiri á næstu árum en áður hafði verið spáð, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar. Samkvæmt spánni vex hagkerfið um 2,5% á þessu ári og um 3,1% á því næsta, en þessar tölur eru hærri en í spá Hagstofunnar frá því fyrr á árinu.

Þær eru jafnframt hærri en í spám Seðlabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Efnahags- og framfarastofnunarinnar.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að þrátt fyrir hina auknu bjartsýni sé hins vegar ekki gert ráð fyrir því að forsendur nýgerðra kjarasamninga haldi og við því að búast að þeir verði „eitthvað endurskoðaðir á samningstímanum,“ eins og komist er að orði í spánni.

Samningar aðila vinnumarkaðarins eru uppsegjanlegir í ársbyrjun 2012 og 2013 ef forsendur um kaupmátt, gengi krónunnar og verðlag ganga ekki eftir. Í spá Hagstofunnar segir að „harla ólíklegt“ sé að öll skilyrðin haldi. Þrátt fyrir það muni samningar halda að mestu og kaupmáttur aukast á spátímanum.

Samtök atvinnulífsins hafa sagt að eigi atvinnulífið að standa undir nýjum kjarasamningum og kaupmáttur launa að aukast á næstu árum, verði hagvöxtur að vera á bilinu 4-5% á næstu tveimur árum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK