Skiptasamningar ollu óvissu

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Mynd úr safni.
Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. Mynd úr safni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, segir gjaldmiðlaskiptasamninga hafa skipt sköpum á hápunkti fjármálakreppunnar og að gerð þeirra þurfi að vera í miðdepli umræðu um hagstjórn í heiminum.

Þetta sagði Már í pallborðsumræðum á árlegri ráðstefnu frönsku stofnunarinnar Cercle des Economistes.

Hann sagði gjalddagamisræmi (e. maturity mismatch) skuldbindinga í sama gjaldmiðli daglegt viðfangsefni banka. Gjalddagamisræmi skuldbindinga í mismunandi gjaldmiðlum séu hins vegar stór álagspunktur sem ríkisstjórnir, eftirlitsaðilar og markaðir þurfi að taka tillit til.

Már sagði þennan greinarmun þurfa að gera vegna þess að sé misræmið í sama gjaldmiðlinum sé ljóst hver sé lánveitandi til þrautarvara. Þegar skuldbindingarnar séu í ólíkum gjaldmiðlum, og jafnvel þvert á landamæri, sé það hins vegar ekki jafn ljóst.

Aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu var einnig til umræðu. Már lagði áherslu á mikilvægi sterks reglugerðarumhverfis, ætti Ísland að ganga í sambandið. „Aðalatriðið er það að leikurinn er ójafn (innan ESB) ef leyfi til bankareksturs í Evrópu fylgir ekki viðunandi regluverk og öryggisnet,“ sagði Már.

„Þeir bankar sem sæktust eftir evrópsku bankaleyfi (e. European passport) yrðu undir eftirliti evrópsks aðila, innistæður þeirra tryggðar af evrópsku kerfi og að lánveitandi til þrautarvara væri í flestum tilfellum Evrópski seðlabankinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK