Mikill vöruskiptaafgangur í Kína

Frá miðborg Peking
Frá miðborg Peking Reuters

Afgangur Kínverja af vöruskiptum var rúmir 22 milljarðar bandaríkjadala í júní, og jókst mjög frá fyrra mánuði. Vöruskiptajöfnuður hefur valdið pólitískri spennu milli Kínverja og Bandaríkjamanna um árabil.

Afgangurinn í maí var um 13 milljarðar dala og aukningin því mikil milli mánaða. Hagfræðingar höfðu spáð því að hann yrði 14 milljarðar í júní. Hagfræðingurinn Qu Hongbin hjá HSBC bankanum segir aukinn afgang ekki eiga að vera áhyggjuefni.

Þrátt fyrir mikla aukningu milli mánaða hefur hægt á vexti útflutnings. Fyrstu sex mánuði ársins var afgangur af vöruskiptum 18,2% minni en á sama tímabili í fyrra. Alls fluttu Kínverjar vörur út fyrir tæplega 162 milljarða dala í mánuðinu, og inn fyrir tæplega 140 milljarða.

Það að hægi á útflutningi kann að draga úr áhyggjum af því að Kínverjar haldi gengi júansins lágu, í því skyni að efla útflutningsgreinar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK