Fréttaskýring: Stór kaupandi eigna Landsbankans

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans.
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. mbl.is/Ernir

Öll stærstu fyrirtækin sem Landsbankinn hefur selt frá sér undanfarið hafa með einum eða öðrum hætti farið í hendur Framtakssjóðs Íslands. Þriggja milljarða króna fjárfesting Framtakssjóðsins í Icelandair er í raun einu kaup hans á fyrirtækum þar sem Landsbankinn hefur ekki verið seljandinn.

Í fyrra keypti Framtaksjóðurinn eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum fyrir tæpa sextán milljarða króna en í viðskiptunum eignaðist svo bankinn jafnframt hlut í sjóðnum. Með kaupunum á Vestia eignaðist Framtaksjóðurinn nokkur af stærri og þekktari fyrirtækjum landsins: Iceland Group, Húsasmiðjuna, Plastprent og Teymi, sem er móðurfélag Vodafone, Skýrr, EJS og HugarAX.

Nú í vikunni keypti svo Framtakssjóðurinn 40% hlut í fyrirtækinu Promens af Horni, sem er dótturfélag Landsbankans. Aðdragandi þeirrar sölu er að Atorka, sem nú er í nauðasamningum og Landsbankinn er stærsti kröfuhafi í, átti Promens að stærstum hluta. Horn átti einnig í Atorku. Landsbankinn lét svo hlut Horns í Atorku til annarra kröfuhafa og fékk í stað allt hlutafé í Promens á móti, að undanskildum hlut Horns. Í framhaldinu seldi svo Horn Framtakssjóðnum 40% hlut í Promens. Kaupverð hlutarins mun vera 6,6 milljarðar og er að hluta í formi hlutafjáraukningar sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga. Örðugt er að átta sig á kaupverðinu þar sem Promens hefur ekki enn skilað inn ársreikningi fyrir árið 2010 samkvæmt ársreikningaskrá Ríkisskattstjóra.

Selt til Framtakssjóðs í kyrrþey

Athygli vekur að hvorki Landsbankinn né dótturfélagið auglýsti það sérstaklega að 40% hlutur í Promens kynni að vera falur. Landsbankinn auglýsti ekki heldur á sínum tíma að Vestia væri til sölu en sem kunnugt er gætti þónokkurrar gagnrýni á það fyrirkomulag. Eins og fram kom í Morgunblaðinu á sínum tíma átti Steinþór Pálsson, bankastjóri, frumkvæði að þeim viðskiptum og viðraði hugmyndina við Finnboga Jónsson, framkvæmdastjóra Framtakssjóðsins.

Aðrar eignir auglýstar

Hinsvegar hafa aðrar stærri eignir sem Landsbankinn hefur selt frá sér verið settar í „opið söluferli“, eins og það er kallað. Með þeim hætti hafa félög á borð við Björgun, Límtré og Hertz Bílaleigu verið seld frá bankanum á undanförnum misserum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK