Matsfyrirtækin standa sig illa

Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans
Höfuðstöðvar Evrópska seðlabankans Reuters

Hagsmunaárekstrar og skortur á samkeppni koma í veg fyrir að stóru lánshæfismatsfyrirtækin séu skilvirk, segir Jose Manuel Gonzalez-Paramo, en hann situr í framkvæmdastjórn Evrópska seðlabankans.

„Við eigum í mjög alvarlegum vandræðum varðandi matsfyrirtækin. Þau standa sig ýmist illa eða mjög illa í einkunnagjöf sinni, eins og reynsla undanfarinna ára sýnir, og taka enga ábyrgð á gjörðum sínum,“ sagði Gonzalez-Paramo í viðtali við spænska dagblaðið La Voz de Galicia.

„Þau hafa enn rangt fyrir sér. Þau byggja mat sitt ekki bara á staðreyndum, heldur á ágiskunum sem byggjast á ófullkomnum upplýsingum,“ bætti hann við.

Ummælin lét hann falla í kjölfar þess að lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunn Bandaríkjanna úr AAA í AA+. Þá metur fyrirtækið horfur Bandaríkjanna neikvæðar, og hugsanlegt að einkunnin verði lækkuð enn frekar. Moody's og Fitch héldu einkunn Bandaríkjanna hins vegar óbreyttri.

Spurður hvort setja ætti á laggirnar evrópsk matsfyrirtæki til þess að veita hinum stóru þremur samkeppni sagði Gonzalez-Paramo: „Það er eftirsóknarvert að hafa mörg matsfyrirtæki og þar með samkeppni, sem er ekki raunin í dag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK