Bankar leiða lækkun

Reuters

Hlutabréfavísitölur í Evrópu hafa lækkað talsvert í morgun. Heldur hefur dregið úr lækkuninni sem varð þegar viðskipti hófust klukkan 7 í morgun. Í Lundúnum og Frankfurt eru það hlutabréf banka sem hafa lækkað mest líkt og í gær.

Í Lundúnum hefur FTSE-vísitalan lækkað um 1,64% en Lloyd's-bankasamstæðan hefur lækkað um 5,40%. Hins vegar hefur hugbúnaðarfyrirtækið Autonomy hækkað um 74,88% en það skýrist af tilkynningu Hewlett-Packard frá því í gærkvöldi um að tölvufyrirtækið væri að kaupa Autonomy fyrir tæpa 11 milljarða Bandaríkjadala. Er verð hlutabréfa Autonomy nú 24,99 pund en yfirtökutilboðið hljóðar upp á 25,50 pund á hlut.

Í Frankfurt hefur DAX-vísitalan lækkað um 3,16% og hafa hlutabréf stærsta banka Þýskalands, Deutche Bank, lækkað um 5,20%. Ekkert félag í vísitölunni hefur hækkað í dag.

Í París hefur CAC-vísitalan lækkað um 1,78%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK