Næstmest verðbólga á Íslandi

Verðbólga er næstmest á Íslandi
Verðbólga er næstmest á Íslandi Reuters

Í júlí mældist samræmd verðbólga 5,2% á Íslandi og eykst því töluvert frá því í júní en þá mældist hún 4,8%. Eistland er eina ríkið innan EES sem státar af meiri verðbólgu en Ísland en þar mældist verðbólgan 5,3% í júlí.

Verðbólgan á evrusvæðinu mældist 2,5% í júlí síðastliðnum samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Eurostat birti í gær. Sé miðað við Evrópska efnahagssvæðið (EES) í heild mældist verðbólgan að jafnaði nokkuð meiri eða 2,9%. Dregur því áfram úr tólf mánaða taktinum milli mánaða en í júní mældist verðbólgan á evrusvæðinu 2,7% en á EES 3,1%, samkvæmt Morgunkorni Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK