1,1 milljarðs hagnaður hjá Byr

mbl.is/Eggert

Hagnaður Byrs hf. á síðasta ári nam rúmlega 1,1 milljarði króna eftir skatta. Er uppgjörið byggt á átta mánaða tímabili sem hófst 23. apríl og lauk um áramótin. Fram kemur í ársskýrslu Byrs að Íslandsbanki skrái sig fyrir nýju 10 milljarða króna hlutafé í Byr.

Að teknu tilliti til skráningar Íslandsbanka fyrir nýju hlutafé í Byr að fjárhæð 10 milljarðar króna reiknast eiginfjárhlutfall Byrs hf. 14,6% miðað við fjárhæðir í árslok 2010. Ef dregið væri á víkjandi lán frá ríkissjóði samkvæmt samkomulagi frá 14. október 2010 að fjárhæð 5 milljarðar króna reiknast eiginfjárhlutfall 19,3%.

Íslandsbanki hefur keypt Byr og stendur til að sameina bankana tvo. Samkeppniseftirlit og Fjármálaeftirlit hafa nú málið til skoðunar og beðið er samþykkis þeirra fyrir samrunanum. 

Heimasíða Byrs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK