Sér ekki fyrir sér samdrátt

Barroso er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Hér er hann …
Barroso er í opinberri heimsókn í Ástralíu. Hér er hann með Juliu Gillard, forsætisráðherra. Reuters

José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, sagðist í morgun ekki telja, að nýtt samdráttarskeið sé yfirvofandi í Evrópu heldur verði hagvöxtur áfram á næstu misserum. 

Barroso, sem er í heimsókn í Ástralíu, sagði þar, að nýjasta spá framkvæmdastjórnarinnar benti til þess, að áfram verði hagvöxtur þótt hann verði ekki mikill.

ALþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's sagði í síðustu viku að hagtölur á öðrum ársfjórðungi bentu til aukinnar hættu á nýju samdráttarskeiði þótt hagvöxtur verði að jafnaði á þessu ári. Fyrirtækið lækkaði hagvaxtarspá sína fyrir Evrópusambandið á þessu ári úr 1,9% í 1,7%.

Barroso sagði, að Evrópusambandið og evran stæðu traustum fótum. „Við munum gera þar sem til þarf, allt frá því að bregðast við ríkissjóðshalla til þess að styrkja stjórn peningamála á evrusvæðinu og bæta viðbúnað okkar," sagði hann.

Þá sagði hann að stjórnvöld í Grikklandi muni standa við sínar skuldbindingar í tengslum við lausn skuldavanda landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK