Mikil verðhækkun á olíumarkaði

Reuters

Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað mikið í dag, einkum og sér í lagi á evrópskum markaði. Er þetta í takt við hækkun á hlutabréfamörkuðum og á gengi evrunnar í kjölfar frétta um að Seðlabanki Evrópu, Englandsbanki, Seðlabanki Japans og Sviss myndu setja Bandaríkjadali á markað.

Í Lundúnum hefur verð á Brent-Norðursjávarolíu hækkað um 2,75 dali í dag og er 115,18 dalir tunnan.

Í New York hefur verð á hráolíu hækkað um 75 sent og er 89,66 dalir tunnan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK