Evruandstaða eykst í Danmörku

Danir vilja halda krónunni.
Danir vilja halda krónunni.

Andstaða við upptöku evru hefur vaxið mikið í Danmörku upp á síðkastið. Ný könnun, sem gerð var fyrir Danske Bank, sýnir að 50,6% Dana eru andvíg því að skipta krónu út fyrir evru en 22,5% vilja taka upp evru.

Úrtakið var 974 Danir á kosningaaldri. Könnunin, sem gerð var á fyrri hluta septembermánaðar sýndi, að 14,8% sögðust hugsanlega greiða atkvæði með upptöku evru ef kosið yrði um það í þjóðaratkvæðagreiðslu. 10% sögðust hugsanlega greiða atkvæði gegn en 2,1% voru óákveðin.

Í svipaðri könnun í júní sagðist 47,1% vera andvígt evru en 26,8% vildu taka hana upp.

Steen Bocian, aðalhagfræðingur Danske Bank, segir engan vafa leika á því að skuldakreppan á evrusvæðinu hafi leitt til þess að fleiri Danir séu nú andvígir því að ganga í Efnahags- og myntbandalag Evrópu en áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK