Kreditkort verður eining innan Íslandsbanka

Reuters

Fyrr á árinu festi Íslandsbanki kaup á öllum hlutum í Kreditkortum hf. en fyrir átti bankinn 55% hlut. Kreditkort gefa út American Express og MasterCard kort.

Síðan þá hafa Kreditkort og Íslandsbanki unnið að stefnumótun og mögulegri samlegð fyrirtækjanna. Niðurstaða þeirrar vinnu er sú að stofnuð verði sérstök kortaeining innan viðskiptabankasviðs Íslandsbanka sem ber ábyrgð á og stýrir allri kortastarfsemi bankans.

Kreditkort í Ármúla verða rekin þar undir sem sérhæft kortaútibú. Útibú Íslandsbanka verða eftir sem áður ábyrg fyrir rekstri kortasafns síns og þjónustu við þá korthafa sem þegar eru þar í viðskiptum. Á sama hátt annast Kreditkortaútibúið í Ármúla rekstur og þjónustu við þá korthafa sem þar hafa verið í viðskiptum.

Martha Eiríksdóttir, núverandi framkvæmdastjóri Kreditkorta, mun stýra hinni nýju einingu. Hagrætt verður í rekstrinum með því að sameina ýmsa stoð- og bakvinnslustarfsemi. Unnið er að því að nýtt fyrirkomulag taki gildi um næstkomandi áramót, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK