Lítill árangur AGS hér á landi

Jón Daníelsson.
Jón Daníelsson. Kristinn Ingvarsson

Jón Daníelsson, hagfræðingur við London School of Economics, segir að fullyrðingar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um ótvíræðan árangur efnahagsáætlunarinnar hér á landi ekki standast nánari skoðun.

Ósjálfbær skuldastaða hins opinbera, óstöðugur gjaldmiðill sem er í viðjum hafta, fjárfesting í söguleg lágmarki og óstarfhæft bankakerfi sé ekki til marks um mikinn árangur efnahagsáætlunar AGS og stjórnvalda.

Þetta kemur fram í grein Jóns sem birtist á hagfræðivefnum Vox nú í morgun. Í greininni bendir Jón að landsframleiðslan hafi dregist saman um 11% frá bankahruninu og sá veikburða hagvöxtur sem vart hefur verið við að undanförnu sé knúinn áfram af einkaneyslu en fjárfesting sé í sögulegu lágmarki . Það er jafnframt  áhyggjuefni að mati Jóns er hversu lítið framlag er af utanríkisverslun til hagvaxtar þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi fallið jafn mikið og raun ber vitni.

Gagnrýnir framkvæmd peningastefnunnar eftir hrun

Jón segir einnig að þegar horft sé á heildarmyndina komi í ljós að skuldastaða hins opinbera sé mjög þungbær og ekki hafi tekist að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs. Þetta þýðir að skuldastaða hins opinbera heldur áfram að versna á næstu árum þó svo að hún nemi um 100% af landsframleiðslu.

Jón gagnrýnir jafnframt framkvæmd peningamálastefnunnar eftir hrun og telur að AGS beri þar nokkra ábyrgð. Hann segir að AGS hafi hér á landi verið með sömu áherslur og  í fjármálakreppunni í Suðaustur-Asíu seint á tíunda áratug síðustu aldar: Hávaxtastefna þrátt fyrir djúpan samdrátt í hagkerfinu. Jón segist ekki skilja hvað sjóðnum hafi gengið til að láta það viðgangast að stýrivextir hafi hér verið mældir í tveggja stafa tölum fram til ársins 2010 á meðan að verðbólga var um 7% og samdrátturinn hafi verið djúpstæður. Erfitt er að mati Jóns að sjá hvaða árangri hávaxtarstefna eigi að skila undir slíkum kringumstæðum.

Í andstöðu við áherslur annars staðar

Í greininni kemur fram að vaxtastefnan sem er nú rekin hér á landi sé andstöðu við áherslur helstu seðlabanka heims um þessar mundir. Í því samhengi bendir Jón á að verðbólga sé svipuð í Bretlandi og hér á landi en hinsvegar hefur Englandsbanki haldið stýrivöxtum undir 1% undanfarin ár meðan þeir eru 4,5% hér á landi og frekari hækkanir hafa verið boðaðar.

Í greininni segir Jón að hægt sé að réttlæta hávaxtastefnu þegar koma þurfi á stöðugleika á gjaldeyrismarkaði en sú röksemd gengur ekki upp hér á landi þar sem að AGS hafi lagt áherslu á víðtæk gjaldeyrishöft til að ná fram því markmiði. Í ljósi þessa segir Jón að hægt hefði verið að nota vaxtatefnuna til að örva hagvöxt á undanförnum árum án þess að það hafi haft nein áhrif á gengi krónunnar þar sem að hagkerfið er lokað vegna haftanna.

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK