Mikil lækkun í morgunsárið

Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou
Forsætisráðherra Grikklands, George Papandreou Reuters

Þýska DAX 30 hlutabréfavísitalan lækkaði um 3,37% nú skömmu eftir að viðskipti hófust í kauphöllinni í Frankfurt í morgun vegna ótta fjárfesta um stöðu mála á evru-svæðinu eftir að forsætisráðherra Grikklands boðaði þjóðaratkvæðagreiðslu vegna niðurskurðaráætlunar stjórnvalda.

„Hvað gerist ef fólk segir nei? Hættan á að alþjóðasamfélagið snúi baki við fjármögnun Grikklands og að landið yfirgefi evruna," segir Christoph Weil sérfræðingur hjá Commerzbank. Hann segir að slíkar vangaveltur hafi áhrif á fjárfesta.

Í París lækkaði CAC vísitalan um 3,68% í morgunsárið í kjölfar frétta af þjóðaratkvæðagreiðslu meðal Grikkja. Helstu bankar í Frakklandi lækkuðu um 10-12% enda óttast margir hvað gerist ef Grikkir fella samkomulagið um björgun landsins.

Spænsk hlutabréf hafa lækkað um tæp 3% í morgun og á Ítalíu hefur FTSE Mib vísitalan lækkað um 3,12%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK